Lokahóf Káramanna fór fram í kvöld eftir lokaumferðina í 2. deild karla í knattspyrnu.
Kári endaði í 10. sæti en liðið tapaði 2-0 gegn liði Selfoss í lokaumferðinni í Akraneshöllinni í dag.
Alls komu 41 leikmenn við sögu hjá Kára á leiktíðinni- en liðið náði að tryggja tilverurétt sinn í 2. deild karla með góðum lokakafla á Íslandsmótinu.
Selfoss, undir stjórn Skagamannsins Dean Martin, átti möguleika á að komast upp í Inkasso-deildina í lokaumferðinni.
Leiknir Fáskrúðsfirði og Vestri náðu tveimur efstu sætunum og fara því upp um deild. Þór
Verðlaunahafar á lokahófi Kára:
Besti leikmaður Kára 2019, markahæsti leikmaður Kára og ÍA-TV leikmaður Kára 2019.
Andri Júlíusson:
Efnilegasti leikmaður Kára 2019
Guðfinnur Þór Leósson
Besti ungi leikmaður Kára 2019 (2.flokks aldur)
Arnleifur Hjörleifsson: