Myndasyrpa frá Íslandsmótinu í línuklifri á Smiðjuloftinu


Klifuríþróttin hefur vaxið gríðarlega á Akranesi á undanförnum misserum undir öflugri stjórn Þórðar Sævarssonar og Valgerðar Jónsdóttur á Smiðjuloftinu.

Á laugardaginn var Smiðjuloftið troðfullt af keppendum, foreldrum og þjálfurum þegar Íslandsmótið í línuklifri fór fram í aðstöðu Smiðjuloftsins við Smiðjuvelli á Akranesi.

Sjö kepepndur frá ÍA tóku þátt og gerðu þau öll sitt besta í erfiðri keppnisbraut.

Sylvía Þórðardóttir fékk silfur í flokki C. Fjóra bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit og endaði Sylvía í öðru sæti eins og áður segir.

Brimrún Eir Óðinsdóttir klifraði í fyrsta skipti í fullorðinsflokki og tryggði ÍA bronsverðlaun eftir þrjár erfiðar leiðir.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá verðlaunahöfum og myndasyrpu frá keppni í C-flokki sem ljósmyndari Skagafrétta tók á laugardaginn.