Leikmenn úr ÍA stóðu sig vel á Reykjavíkurmóti unglinga í badminton sem fram fór um s.l. helgi.
Alls tóku átta keppendur þátt frá ÍA og var árangurinn frábær á fyrsta unglingamóti vetrarins.

Nýr þjálfari hóf störf hjá ÍA um s.l. helgi en sá heitir Yasen Borisov.
Í U13 sigraði Arnar Freyr Fannarsson einliðaleik og Arnór Valur Ágústsson varð í 2. sæti.
Arnar Freyr og Ísólfur Darri Rúnarsson sigruðu í tvíliðaleik.
Í U15 fékk Máni Berg Ellertsson silfur í tvíliðaleik með Einari Óla Guðbjörnssyni TBR og í tvenndarleik með Höllu Stellu Sveinbjörnsdóttur.
Í U17 sigraði María Rún Ellertsdóttir í tvíliðaleik með Margréti G. Hu Hamri og í tvenndarleik með Gabríel Inga Helgasyni.





