Miklar bætingar hjá sundfólkinu úr röðum ÍA á fyrsta mótinu eftir sumarfrí


Sundfólk úr röðum ÍA keppti á Hafsportmótinu sem fram fór í Laugardalslaug um s.l helgi.

Alls tóku 24 keppendur frá ÍA þátt en þetta var fyrsta mótið eftir sumarfrí. Bætingarnar voru margar hjá keppendum ÍA en alls voru 96 bætingar hjá keppendum ÍA á þessu móti.

Sundfélagið Ármann hélt mótið en alls mættu 352 keppendur til leiks.

Fyrsta mótið á nýju sundári fór fram um helgina en það var Hafsportsmót Ármanns í Laugardalslaug.

Guðbjörg Bjartey Guðmundsóttir, Aldis Thea Danielsdóttir Glad, Ingibjörg Svava Magnusardóttir og Karen Karadóttir náðu bronsverðlaunum í 4x50m fjórsundi í flokki 13-14 ára.

Bjarni Snær Skarphéðinsson, Víkingur Geirdal, Guðbjarni Sigþórsson og Adam Agnarsson fengu brons i 4×50 fjórsundi i 13-14 ára flokki.

Guðbjörg Bjartey landaði alls 8 verðlaunum á mótinu, 5 gullverðlaunum og 3 silfurverðlaunum í keppni 13-14 ára.

Ingibjörg Svava fékk þrenn bronsverðlaun í 13-14 ára flokki. Og Guðbjarni Sigþórsson fékk tvenn bronsverðlaun í 13-14 ára flokki.