„Snerti aldrei boltann en mamma hrósaði mér samt fyrir góðan leik“


Sigurður Hrannar Þorsteinsson og félagar hans í 2. flokki ÍA í knattspyrnu hafa náð frábærum árangri á undanförnum misserum. Sameiginlegt lið ÍA/Kára og Skallagríms fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í keppni A og B liða 2019 og var þetta annar titillinn í röð hjá A-liðinu.

Framundan eru skemmtileg verkefni hjá liðinu. Á miðvikudaginn leikur ÍA/Kári og Skallagrímur til úrslita í bikarkeppni KSÍ gegn liði Breiðabliks og fer leikurinn fram í Akraneshöllinni.

Í október leikur liðið síðan tvo leiki í Evrópukeppni yngri liða hjá UEFA og er mótherjinn frá Tallinn í Eistlandi.

Sigurður Hrannar er fæddur árið 2000 og stundar hann nám í Fjölbrautaskóla Vesturlands.

„Fótboltinn er það skemmtilegasta sem ég geri og við leggjum mikið á okkur til að ná langt. Það eru fimm æfingar á viku og yfirleitt einn leikur samhliða því. Við höfum æft gríðarlega vel undir stjórn Sigurðar Jónssonar og Elínbergs Sveinssonar. Öll þessi vinna skilaði sér þegar við komum inn í sumarið – eins og sést á árangri liðsins. Félagsskapurinn er er það skemmtilegasta við fótboltann. Framtíðardraumur minn er að spila reglulega með ÍA í Pepsi-Maxdeildinni og er það gengur vel eru tækifæri að komast enn lengra í atvinnumennsku.“ 

Sigurður Hrannar var inntur eftir skemmtilegum augnablikum á ferlinum og hann var snöggur til með góða sögu úr Eyjum og eina frá mömmu.

„Það eftirminnilegasta sem hefur gerst í leik er þegar ég braut tönn í miðjum leik í Vestmannaeyjum. Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari og tannlæknir, var á leiknum. Hann fór með mig á tannlæknastofuna sína og lagaði tönnina fyrir „kallinn.

Mamma á stóran þátt í vandræðalegasta augnablikinu eða minningunni úr boltanum. Ég spilaði minn fyrsta leik með meistaraflokki, kom inná síðustu 15 mínúturnar í æfingaleik í Akraneshöll. Ég kom aldrei við boltann, snerti hann aldrei, og þegar ég kom heim þá hrósaði mamma mér fyrir góðan leik! Takk mamma.

Ég fékk mitt fyrsta tækifæri í Pepsi-Maxdeildinni gegn HK í síðustu umferð. Það var góð tilfinning og skemmtilegt. Ég er þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri.“

Spennandi leikir framundan og drengirnir óska eftir stuðningi

Íslandsmeistaralið ÍA/Kára/Skallagríms frá árinu 2018 leikur á næstunni gegn Levadia Tallinn frá Eistlandi. Leikirnir fara fram 2. og 23. október 2019. Þetta er í fyrsta sinn sem ungliðalið frá ÍA tekur þátt í þessari keppni á vegum UEFA. 

„Við ætlum okkur að vinna þessa leiki í Evrópukeppninni. Það kemur ekkert annað til greina. Við erum að safna fyrir þessu verkefni með ýmsum hætti. Knattspyrnufélag ÍA styður vel við bakið á okkur en við erum að reyna að ná upp í kostnaðinn með útgáfu á leikskrá fyrir heimaleikinn í lok október. Við vonum að fyrirtæki og einstaklingar taki vel á móti okkur.“

Af hvaða braut ertu í FVA? 
„Ég er á félagsfræðibraut.“

Hvaðan ertu á landinu?
„Ég er af Skaganum.“

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni, nám / vinna?
Stefnan er að klàra skólann hér á Akranesi og skoða háskólanám í kjölfarið.“ 

Helsti kostur FVA?
Ég myndi segja að maturinn í mötuneytinu sé helsti kostur skólans. Hugrún frænka mín sér um mötuneytið og hún er alveg með þetta.“

Hver eru áhugamál þín?
„Fótbolti.“ 

Hvað hræðist þú mest?
Skíthræddur við kóngulær, því miður.“

Hvaða FVA nemandi er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Hann Óskar Wasilewski er mjög líklegur í það mæli með tik tokinu hans – polishprins, alvöru metnaður í þessu hjá drengnum.“

Hver var fyndnastur í skólanum?
Marvin Darri er lang fyndnastur i þessum skóla, hann er á lausu líka, snappið hans er marvindarri.“

Hvað sástu síðast í bíó?
Seinasta mynd sem ég fór á var IT2, mæli með henni.“

Hvernig var þín upplifun af mötuneytinu í FVA:
Mötuneytið er sturlað, ekkert hægt að setja út á það.“

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Instagram, Twitter og Snapchat.“

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FVA?
Bara fá Nocco aftur í sjoppuna takk.“

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
„Swag“

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
„Bara flott.“

Hver er best klædd/ur í FVA?
Best klæddur í FVA eru þeir Fylkir Jóhannsson og Gísli Laxdal, það eru mínir menn!“

Eftirlætis-

Kennari: : „Queen Ólöf Húnfjörð“

Fag í skólanum: „Skák hjá Gunna Magg“

Sjónvarpsþættir: „Friends“

Kvikmynd: „Notebook“

Hljómsveit/tónlistarmaður: „Aron Can“

Leikari: „Leonardo Dicaprio“

Vefsíður: „Netflix“

Flíkin: „Gucci peysan hans Marvins.“

Skyndibiti: „Dominos“

Hvaða tónlist/lag fílar þú í laumi („guilty pleasure)?: „Neverland er lúmskt.“

Staðreyndir: 

Nafn: Sigurður Hrannar Þorsteinsson

Aldur: 19 ára

Skóli: FVA

Besti maturinn: Pizza

Besti drykkurinn: Pepsi max

Besta lagið/tónlistin.: Summer Air með ItaloBrothers

Á hvað ertu að horfa þessa dagana? (sjónvarpsþættir): Er dottinn inn í gossip girl eftir að Oskar vinur minn benti mér þá.

Ættartréð: 

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ingibjörg Elfa Sigurðardóttir. Systkini mín eru Vilhjálmur, Anna Guðrún, Steinar og Selma Dögg.