Þór Llorens í úrvalsliði 2. deildar – Andri og Hákon Ingi á „bekknum“


Skagamaðurinn Þór Llorens Þórðarson er í úrvalslið ársins í 2. deild karla hjá fótboltafréttavefnum fotbolti.net. Liðið var tilkynnt á lokahófi Fótbolta.net á Hótel Borg í Reykjavík. Þór lék með liði Selfoss í sumar en hann var í láni frá ÍA.

Nánar í þessari frétt.

Andri Júlíusson leikmaður Kára er á varamannabekknum í úrvalsliði 2. deildar og Hákon Ingi Einarsson, leikmaður Vestra, er einnig á varamannabekknum. Hákon Ingi lék áður með liðið Kára áður en hann gekkí raðir Vestra s.l. vetur.

Fótbolti.net fylgdist vel með 2. deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins.

Úrvalslið ársins 2019
Bergsteinn Magnússon (Leiknir F.)
Arkadiusz Jan Grzelak (Leiknir F.)
Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Deivin Morgan (Leiknir F.)
Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)
Zoran Plazonic (Vestri)
Kenan Turudija (Selfoss)
Þórður Gunnar Hafþórsson (Vestri)
Daniel Garcia Blanco (Leiknir F.)
Hrvoje Tokic (Selfoss)
Izaro Abella Sanchez (Leiknir F.)

Varamannabekkur:
Robert Blakala (Vestri)
Kelvin Sarkorh (Dalvík/Reynir)
Hákon Ingi Einarsson (Vestri)
Blazo Lalevic (Leiknir F.)
Sveinn Margeir Hauksson (Dalvík/Reynir)
Andri Júlíusson (Kári)
Gonzalo Bernaldo González (Fjarðabyggð)