Team Rynkeby á Íslandi safnaði metfé fyrir SKB


Team Rynkeby á Íslandi safnaði rúmlega 23,6 milljónum kr. sem Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fékk afhent nýverið.

Team Rynkeby Ísland hefur á síðustu þremur árum safnað og afhent SKB tæplega 50 milljónum kr. og er orðinn helsti styrktaraðili félagsins. Fjölmargir frá Akranesi eða með tengsl á Akranes hafa tekið þátt í þessu verkefni á undanförnum þremur árum.

Team Rynkeby er samnorrænt góðgerðarstarf, sem hjólar á hverju ári frá Danmörku til Parísar og safna þannig peningum til styrktar krabbameinssjúkum börnum.

Upphaf verkefnisins má rekja til ársins 2002, þegar 11 áhugamenn um hjólreiðar tengdir Rynkeby Foods, ákváðu að hjóla til Parísar til að fylgjast með Tour de France.

Þátttakendum tókst að safna svo ríflegum styrkjum, að þeir skiluðu hagnaði þegar heim var komið. Hann rann óskertur til krabbameinsdeildarinnar fyrir börn á háskólasjúkrahúsinu í Óðinsvéum. Þannig skapaðist hefðin.

Í fyrsta sinn sumarið 2017 tók íslenskt lið þátt og hjóluðu rúmlega 30 hjólarar þessa 1.300 km leið á 8 dögum. Árið 2018 var hjólahópurinn frá Íslandi 39 og mun svipaður hópur fór á þessu ári.

Í liði Íslands var stór hópur frá Akranesi eins og sjá má á þessari mynd.