Ungt sundlið ÍA stóð sig vel í Bikarkeppni SSÍ


Bikarkeppni Sundsambands Íslands 2019 fór fram um s.l. helgi í Reykjanesbæ. Sundfélag Akraness sendi lið til keppni í karla – og kvennaflokki.

Sundfélag Hafnarfjarðar vann bikarmeistaratitlinn bæði í karla- og kvennaflokkum líkt og síðustu 2 ár.

Ekkert lið féll í 2. deild þetta árið þar sem einungis B-lið voru skráð til leiks í 2. deild en þau geta ekki unnið sig upp milli deilda.

Lokastaðan:

1. deild karla:

1 Sundfélag Hafnarfjarðar, 14859 stig
2. Sunddeild Breiðabliks, 13589 stig
3. Íþróttabandalag Reykjavíkur, 13347 stig
4. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, 12459 stig
5. Sundfélagið Ægir, 9127 stig
6. Sundfélag Akraness, 9003 stig


1. deild kvenna:

1. Sundfélag Hafnarfjarðar, 14448 stig
2. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, 14011 stig
3. Sunddeild Breiðabliks, 13724 stig
4. Íþróttabandalag Reykjavíkur, 13197 stig
5. Sundfélag Akraness, 9743 stig
6. Sundfélagið Ægir, 9081 stig

Keppnislið ÍA voru skipuð mjög ungum keppendum. Árangur liðanna var því góður miðað við aldur þeirra. Margar góðar bætingar og góður liðsandi ÍA vakti athygli.

Brynhildur Traustadóttir, ÍA, náði frábærum árangri og tryggði sér keppnisrétt á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í desember í Færeyjum. Brynhildur sigraði í 400 og 800 metra skriðsundi á frábærum tíma.

Sindri Andreas Bjarnason varð í þriðja sæti í 400m skriðsundi og Enrique Snær Llorens varð einnig þriðji í 1500m skriðsundi.