Fimm félagasamtök fengu styrk til greiðslu fasteignaskatts á Akranesi


Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2019 voru afgreiddir á fundi bæjarráðs Akraness nýverið.

Auglýst var eftir umsóknum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til aðila með starfsemi á sviði menningar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómstunda- eða mannúðarmála.

Slíkir styrkir hafa verið veittir frá árinu 2014.

Að þessu sinni fengu fimm aðilar styrki – samtals, 2.178.181 kr.

Akur frímúrarastúka,
779.752 kr.

Oddfellow,
614.507 kr.

Skátafélag Akraness,
354.158 kr.

Rauði Krossinn,
151.171 kr.

Hestamannafélagið Dreyri,
278.593 kr.