Keppnistímabilið í körfuboltanum á Akranesi er hafið. Karlalið ÍA leikur í 2. deild og í fyrsta leiknum á Íslandsmótinu var B-lið Njarðvíkur mótherjinn.
Sóknarleikurinn var í aðalhlutverki og endaði leikurinn með sigri gestanna úr Njarðvík, 121-131.
Bandaríkjamaðurinn Chaz Franklin er mættur á Skagann á ný sem þjálfari og leikmaður. Undir hans stjórn hafa yngri leikmenn liðsins sýnt miklar framfarir.
Margir kornungir leikmenn fengu tækifæri í leiknum gegn Njarðvík.
Þar má nefna Aron Dagsson, sem er 15 ára gamall. Styrmir Jónasson og Þórður Jónsson 14 ára gamlir fengu einnig tækifæri í leiknum. Jón Gautur Hannesson, 15 ára, var í leikmannahópnum hjá ÍA.
Reynslumiklir leikmenn á borð við Ómar Helgason og Birki Guðjónsson hafa tekið fram skóna á ný .
Hér fyrir neðan er myndasyrpa sem Jónas Ottósson tók á leiknum.