Sylvía landaði gulli á Íslandsmótinu í grjótglímu


Það er alltaf nóg um að vera hjá öflugu klifurliði ÍA.

Um s.l. helgi tóku níu keppendur frá ÍA þátt á Íslandsmótinu í grjótglímu.

Um var að ræða þriðju keppni ársins og var keppt í Reykjavík.

Keppt var í þremur aldursflokkum.

Keppendur frá ÍA stóðu sig með prýði.

Sylvía Þórðardóttir, náði bestum árangri. Hún sigraði í sínum aldursflokki með nokkrum yfirburðum. Hún kláraði 15 af alls 20 klifurleiðum á mótinu. Sá árangur skilaði henni gullverðlaunum á þessu móti.

Hér fyrir neðan er myndasyrpa frá mótinu sem lýsir vel þeirri góðu stemningu sem einkennir starfið hjá Klifurfélagi ÍA.