Þórður skilaði U-19 ára landsliðinu í milliriðil með glæsibrag


Íslenska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu, skipað leik­mönn­um 19 ára og yngri er komið í mill­iriðla í und­an­keppni EM.

Skagamaðurinn Þórður Þórðarson er þjálfari liðsins.

Undankeppnin fer fram hér á landi. Ísland vann stórsigra í fyrstu tveimur leikjunum í riðlakeppninni.

Lokatölur 7-0 gegn Kasakst­an og 6-0 gegn Grikklandi.

Á morgun, þriðjudag, mætast Ísland og Spánn í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum.

Leikurinn fer fram á Origo-vellinum á Hlíðarenda.