Stórkostlegt útsýni úr nýjum „penthouse“ þakíbúðum við Stillholt

Þingvangur ehf. hefur á undanförnum misserum unnið að því að byggja 10 hæða fjölbýlishús við Stillholt.

Þakíbúðirnar vekja mikla athygli en tvær íbúðir eru á efstu hæð. Sú stærri er 190 fermetrar en hin íbúðin er 170 fermetrar.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um 170 fm. þakíbúðina.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um 190 fm. þakíbúðina.

„Salan gengur mjög vel og kaupendur hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga. Það eru 17 íbúðir nú þegar seldar og ég á von á því að fleiri gangi frá kaupunum á næstu dögum eða vikum,“ segir Hákon Svavarsson eigandi fasteignasölunnar Valfells á Akranesi.

„Það eru ekki margar slíkar íbúðir sem hafa farið í sölu hér á Akranesi í gegnum tíðina. Til samanburðar þá er hægt að kaupa um 120 fermetra nýja íbúð á besta stað í Garðabæ fyrir svipaða upphæð. Þakíbúðirnar við Stillholt eru því hagstæðari kaup í slíkum samanburði.

Svefnherbergin í þessum íbúðum eru einnig með sér baðherbergi. Sannkallaðar „svítur“ og lofthæðin er einnig mikil í allri íbúðinni eða tæplega 3 metrar. Einnig er gert ráð fyrir heitum pottum á svölunum sem gerir íbúðirnar enn áhugaverðari,“ bætir Hákon við.

Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan er útsýnið stórkostlegt en myndirnar segja allt sem segja þarf um þá upplifun.