Arnór staðfestir að stórlið í Evrópu hafa sýnt honum áhuga

Arnór Sigurðsson, atvinnuknattspyrnumaður, er eftirsóttur og hafa stórlið sýnt hinum tvítuga Skagamanni áhuga.

Arnór staðfestir í viðtali við fotbolti.net að fyrirspurnir hafi borist frá Napólí á Ítalíu og Dortmund í Þýskalandi. Einnig hafa fjölmörg lið á Englandi sýnt Arnóri áhuga.

Viðtalið í heild sinni á fotbolti.net.

Arnór er samningsbundinn rússneska liðinu CSKA í Moskvu. Félagið fékk fyrirspurnir um Arnór en engin formleg tilboð. „Ég tók þá ákvörðun að ég þyrfti að þroskast meira sem leikmaður áður en ég tek það stökk. Mér fannst það mikilvægara að spila 1-2 tímabil í viðbót í Moskvu,“ segir Arnór m.a. í viðtalinu.

„Premier league er alltaf draumadeild til að spila í. Þar eru sterkustu liðin. En síðan fer þetta auðvitað rosalega eftir því hvaða lið, hvernig fótbolta þau spila og hvað hentar mér,“ bætir Arnór við.