Yngsta kynslóðin blómstrar í kynningarefni um lærdómssamfélagið

Mjög góð mæting var á íbúaþing um lærdómssamfélagið á Akranesi sem fram fór þann 2. október s.l.

Um 120 manns tóku þátt og fór íbúaþingið fram í húsakynnum Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Yfirskrift íbúaþingsins var með vísan til þess að í stofnunum bæjarins sé starfsfólk tilbúið til að læra og tileinka sér nýja hluti. 

Ýmis erindi voru flutt á íbúaþinginu og má lesa nánar um þau hér á vef Akraneskaupstaðar. Þátttakendur sóttu að því loknu tvær stuttar kynningar, og umræður tók síðan síðan við í anda þjóðfundar.

Umræðan í hópunum var góð og mikill hugur í fólki, helstu niðurstöður úr vinnunni verða teknar saman og nýttar í vinnu við menntastefnu Akraneskaupstaðar.

Akraneskaupstaður lét útbúa skemmtileg kynningarmyndbönd sem eru nú aðgengileg á samfélagsmiðlum. Hér fyrir neðan má sjá myndböndin.