Menningar- og safnanefnd Akraness leggur til að samið verði við Vini hallarinnar ehf. um rekstur og umsjón Bíóhallarinnar.
Bæjarráð Akraness fjallaði um tillöguna á síðasta fundi sínum. Þar var samþykkt að ganga til samninga við Vini hallarinnar ehf.
Rekstur Bíóhallarinnar hefur verið í höndum Vina hallarinnar á undanförnum árum undir dyggri stjórn Ísólfs Haraldssonar.
Þess má geta að Vinir hallarinnar ehf. voru þeir einu sem sendu inn tilboð til Akraneskaupstaðar um rekstur Bíóhallarinnar.