Sjáðu fyrsta A-landsliðsmark Arnórs Sigurðssonar!


Arnór Sigurðsson, fyrrum leikmaður ÍA, skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í kvöld á Laugardalsvelli.

Skagamaðurinn kom liði Íslands yfir gegn Andorra í undankeppni Evrópumóts landsliða á 38. mínútu.

Eins og áður segir er þetta fyrsta A-landsliðsmark Arnórs en hann er tvítugur og er að leika sinn sjötta landsleik.