Arnór Sigurðsson, fyrrum leikmaður ÍA, skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í kvöld á Laugardalsvelli.
Skagamaðurinn kom liði Íslands yfir gegn Andorra í undankeppni Evrópumóts landsliða á 38. mínútu.
Eins og áður segir er þetta fyrsta A-landsliðsmark Arnórs en hann er tvítugur og er að leika sinn sjötta landsleik.
Arnór Sigurðsson er búinn að koma Íslandi 1-0 yfir á móti Andorra. Fyrsta landsliðsmark Skagamannsins. #ISLAND pic.twitter.com/IVhFqbCZ85
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 14, 2019