Kenndu grunnatriði skyndihjálpar í gamla skólanum sínum


Nemendur í lífsleikni við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fengu góða heimsókn á dögunum.

Tveir fyrrverandi nemendur FVA sem stunda nú nám í læknisfræði komu í skólann á vegum félagsins Bjargráðs.

Læknanemar við Háskóla Íslands stofnuðu félagið á sínum tíma.

Markmið félagsins er að efla skyndihjálparkunnáttu nemenda í grunn – og framhaldsskólum landsins.

Bergþóra Hallgrímsdóttir og Hjördís Tinna Pálmasdóttir kenndu nemendum undirstöðuatriðin í skyndihjálp.