Skólameistari FVA vann nýja Toyota Corolla bifreið í áskriftarleik Moggans


Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, hafði heppnina með sér í morgun þegar dregið var í áskriftarleik Morgunblaðsins.

Ágústa Elín fær að velja úr þremur gerðum af Toyota Corolla bifreiðum af nýjustu árgerð.

Frá þessu er greint á mbl.is.

Það er töluverð Skagatenging í þessu öllu saman. Því framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Toyota er Skagamaðurinn Kristinn G. Bjarnason – sem var á árum áður í fremstu röð kylfinga á landsvísu. Kristinn sá um að draga ásamt ritstjóra Morgunblaðsins, Har­ald­i Johann­essen.

Sjá má út­drátt­inn sem fór fram í þætt­in­um Ísland vakn­ar hér fyrir neðan.