Hvetja menntayfirvöld til að leysa erfitt ástand í Fjölbrautaskóla Vesturlands


Fé­lag fram­halds­skóla­kenn­ara (FF) og Fé­lag stjórn­enda í fram­halds­skól­um (FS) beina þeim til­mæl­um til mennta­yf­ir­valda að ákvörðun um ráðningu skóla­meist­ara í Fjöl­brauta­skóla Vest­ur­lands á Akra­nesi (FVA) verði flýtt og að þegar í stað verði gerðar ráðstaf­an­ir til að leiðrétta laun starfs­fólks FVA þannig að þau verði sam­bæri­leg og tíðkast í öðrum fram­halds­skól­um. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félögin sendu frá sér í gær, föstudaginn 18. okt. og er birt á vef Kennarasambandsins.

Yf­ir­lýs­ing frá Fé­lagi fram­halds­skóla­kenn­ara og Fé­lagi stjórn­enda í fram­halds­skól­um um ástand mála í Fjöl­brauta­skóla Vest­ur­lands á Akra­nesi

„Fé­lag fram­halds­skóla­kenn­ara (FF) og Fé­lag stjórn­enda í fram­halds­skól­um (FS) hvetja yf­ir­völd mennta­mála til að leysa nú þegar það erfiða ástand sem skap­ast hef­ur við Fjöl­brauta­skóla Vest­ur­lands á Akra­nesi. Fé­lög­in beina eft­ir­far­andi til­mæl­um til yf­ir­valda mennta­mála:

  •  Að mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið flýti ákvörðun um ráðningu skóla­meist­ara til að ljúka því óvissu­ástandi sem er í Fjöl­brauta­skóla Vest­ur­lands á Akra­nesi.
  •  Að gerðar verði ráðstaf­an­ir strax til þess að kjör starfs­fólks verði leiðrétt og þeim tryggð sam­bæri­leg laun og tíðkast í öðrum fram­halds­skól­um.

Stjórn­ir FF og FS lýsa einnig vilja til sam­starfs við mennta­mála­yf­ir­völd um lausn þess­ara mála og fara þess á leit að tryggt verði í kom­andi kjaraviðræðum að til­vik eins og þetta geti ekki átt sér stað.“