Björn Viktor valinn í Afrekshóp GSÍ 2019-2020


Gregor Brodie afreksstjóri Golfsambands Íslands og Ólafur Björn Loftsson aðstoðarafreksstjóri hafa tilkynnt hvaða leikmenn skipa Elítuhóp og Afrekshóp GSÍ.

Skagamaðurinn Björn Viktor Viktorsson er í hópi þeirra 40 sem valdir voru í Afrekshóp GSÍ. Björn Viktor er fæddur árið 2003 og er einn efnilegasti kylfingur landsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá GSÍ.

Alls eru 64 kylfingar í þessum hópum, 24 í Elítuhópnum og 40 í Afrekshópnum.

Við höfum ákveðið að velja fleiri kylfinga í landsliðshóp að þessu sinni. Áherslan verður vissulega mismikil á kylfinga en við viljum í hið minnsta gefa fleiri efnilegum kylfingum tækifæri að sækja sér þekkingu í gegnum fjölbreytt námskeið og heimsklassa kennsluefni,“ segir Brodie.

„Síðustu mánuðir hafa einkennst af mótahaldi hjá okkar kylfingum bæði hérlendis og erlendis en nú þegar keppnistímabilinu er lokið fyrir flesta kylfinga þá hefst afar spennandi tími. Okkar hlutverk er að fræða og þjálfa okkar efnilegu kylfinga til að greiða leið þeirra áfram í golfíþróttinni. Við höfum frábært tækifæri nú yfir vetrarmánuðina og munum við leggja áherslu á reglulegar æfingalotur þar sem við munum meðal annars koma með heimsklassa sérfræðinga til Íslands. Til dæmis þá kemur þjálfarinn Martin Joyce frá Ástralíu til landsins í fyrstu æfingalotunni og ásamt honum einn af hans kylfingum, David Micheluzzi. Fyrir nokkrum dögum gerðist David atvinnukylfingur en þá var hann í 4. sæti á lista bestu áhugakylfinga heims. Þeir munu halda námskeið fyrir kylfinga og þjálfara um næstu mánaðamót,“ segir Gregor Brodie við golf.is

Elítuhópur (24 kylfingar*)
14 karlar á aldrinum 16-27 ára
10 konur á aldrinum 13-23 ára

*Af þessum 24 kylfingum eru 10 í háskólagolfi í Bandaríkjunum þannig að yfir vetrartímann eru alla jafna 14 kylfingar hópsins á Íslandi.

Afrekshópur (40 kylfingar)
27 karlar á aldrinum 15-24 ára
13 konur á aldrinum 13-24 ára

Björn Viktor Viktorsson.

Elítuhópur (Elite)

NameKlúbbur
Andrea Björg BergsdóttirGKG
Andrea Ýr ÁsmundsdóttirGA
Eva María GestsdóttirGKG
Heiðrún Anna HlynsdóttirGOS
Helga Kristín EinarsdóttirGK 
Hulda Clara GestsdóttirGKG
Jóhanna Lea LúðvíksdóttirGR
Perla Sól SigurbrandsdóttirGR
Ragnhildur KristinsdóttirGR
Saga TraustadóttirGR
NafnKlúbbur
Aron Snær JúlíussonGKG
Birgir Björn MagnússonGK
Bjarki PéturssonGKB
Björn Óskar GuðjónssonGM
Böðvar Bragi PálssonGR
Dagbjartur SigurbrandssonGR
Gísli SveinbergssonGK
Hlynur BergssonGKG
Jóhannes GuðmundssonGR
Kristófer Karl KarlssonGM
Rúnar ArnórssonGK 
Sigurður Arnar GarðarssonGKG
Sigurður Bjarki BlumensteinGR
Viktor Ingi EinarssonGR

Afrekshópur (Performance)

NafnKlúbbur
Amanda Guðrún BjarnadóttirGHD
Anna Sólveig SnorradóttirGK
Auður SigmundsdóttirGR
Árný Eik DagsdóttirGKG
Ásdís ValtýsdóttirGR
Bjarney Ósk HarðardóttirGR
Eva Karen BjörnsdóttirGR
Guðrún Jóna NolanEngland
Katrín Sól DavíðsdóttirGM
Kristín Sól GuðmundsdóttirGM
Lóa Dista JóhannssonBandaríkin
María Eir GuðjónsdóttirGM
Nína Margrét ValtýsdóttirGR
Nafn Klúbbur
Aron Emil GunnarssonGOS
Bjarni Þór LúðvíkssonGR
Björn Viktor ViktorssonGL
Breki Gunnarsson ArndalGKG
Dagur Fannar ÓlafssonGKG
Daníel Ísak SteinarssonGK
Egill Ragnar GunnarssonGKG
Fannar Ingi SteingrímssonGHG
Finnur Gauti VilhelmssonGR
Hákon Örn MagnússonGR
Henning Darri ÞórðarsonGK
Ingi Þór ÓlafsonGM
Ingvar Andri MagnússonGK
Jón GunnarssonGKG
Kjartan Sigurjón KjartanssonGR
Kristófer Orri ÞórðarsonGKG
Kristófer Tjörvi EinarssonGV
Lárus Ingi AntonssonGA
Pétur Sigurdór PálssonGOS
Ragnar Már GarðarssonGKG
Ragnar Már RíkarðssonGM
Svanberg Addi StefánssonGK
Sverrir HaraldssonGM
Tómas Eiríksson HjaltestedGR
Tumi Hrafn KúldGA
Vikar JónassonGK