Jón og Sigurveig tilnefnd til heiðursviðurkenningar fyrir hrossaræktarbúið Skipaskaga


Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir hafa á undanförnum árum byggt upp hrossræktarbúið Skipaskaga við sveitabæinn Litlu-Fellsöxl í Hvalfjarðarsveit.

Skipaskagi er í fremstu röð á sviði hrossaræktar og er búið tilnefnt til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, sem ræktunarbú ársins 2019. Alls komu 30 slík hrossaræktarbú til greina í þessu vali og eftir standa 14 bú.

Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2019 sem haldin verður á Hótel Sögu laugardaginn 2. nóvember 2019..

Ræktunarbú ársins verður svo verðlaunað á Uppskeruhátíð hestamanna sem einnig verður haldin á Hótel Sögu um kvöldið.

Í stafrófsröð eru tilnefnd bú:

Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius

Hafsteinsstaðir, Hildur Claessen og Skapti Steinbjörnsson

Hlemmiskeið 3, Árni Svavarsson og Inga Birna Ingólfsdóttir

Hólabak, Björn Magnússon

Höfðabakki, Sigrún Kristín Þórðardóttir og Sverrir Sigurðsson

Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble

Rauðalækur, Eva Dyröy, Guðmundur Friðrik Björgvinsson og Kristján G. Ríkharðsson

Stóra-Hof, Bæring Sigurbjörnsson og Kolbrún Jónsdóttir

Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir

Strandarhjáleiga, Sigurlín Óskardóttir, Þormar Andrésson og fjölskylda

Stuðlar, Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson

Torfunes, Baldvin Kr. Baldvinsson

Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth