Skora á bæjaryfirvöld í baráttunni gegn „ruslvæðingu“


„Blái herinn, Plokk á Íslandi og Íslenski sjávarklasinn hvetja sveitarfélög og landsmenn alla til þess að loka betur ruslatunnum.

Talið er að um helmingur rusls á götum komi úr heimilissorptunnum sem opnast í roki. Svo endar það oft í hafinu. Nú þegar haustlægðir nálgast er brýnt að grípa strax til aðgerða,“ segir í tilkynningu frá áðurnefndum aðilum sem hafa tekið höndum saman í þessu verkefni.

Fjallað var um málið á síðasta fundi skipulags – og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar. Blái herinn, Plokk á Íslandi og Íslenski sjávarklasinn skora á Akraneskaupstað að taka þessi mál föstum tökum og að bæjarbúum verði boðið upp á einfaldar lausnir til að loka ruslatunnum.

Snæfellsbær hefur þegar tekið áskoruninni og ætlar að bjóða öllum bæjarbúum ókeypis teygjufestingar.