Rafmagnslaust á stóru svæði á Akranesi fram til 22 í kvöld

Rafmagnslaust er á stóru svæði á Akranesi þessa stundina vegna bilunar í spenni.

Ekkert rafmagn er því á Esjuvöllum, Dalbraut, Þjóðbraut Skarðsbraut og Vallarbraut.

Viðgerð stendur yfir en áætlað er að rafmagn verði komið á að nýju kl. 22.00 í kvöld 24. október.

Mörg fyrirtæki og stofnanir á þessu svæði eru í vandræðum vegna rafmagnsleysis. Má þar nefna að N1 við Þjóððbraut er lokað í dag vegna rafmagnsleysis.