„Allir heilir og það er aðalatriðið“ – 30 komu að því að slökkva eld í Elkem


Öflug viðbragðsáætlun í Elkem og snör handtök Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar komu í veg fyrir stórbruna í verksmiðjunni við Grundatanga snemma í morgun.

„All­ir eru heil­ir, og það er aðal­atriðið,“ seg­ir Ein­ar Þor­steins­son, for­stjóri Elkem á Íslandi í samtali við mbl.is.

Einar bætir því við að óvíst er hvaða áhrif þetta atviki hafi á starf­semi verk­smiðjunn­ar.

Eldurinn kom upp á 4. hæð um kl. 6 í morgun, í skauti í einum af þremur ofnum Elkem.

Þrá­inn Ólafs­son, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Akra­ness og Hval­fjarðarsveit­ar seg­ir í samtali við mbl.is að hátt í 30 manna lið slökkviliðsmanna hafi verið á staðnum. Vel hafi gengið að ná tök­um á eld­in­um.