„Að Vestan“ hefur göngu sína á ný – Hlédís segir sögur sem hafa ekki heyrst áður


Hlédís Sveinsdóttir og Heiðar Mar Björnsson hafa á undanförnum árum vakið athygli fyrir áhugaverða sjónvarpsþætti sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni N4.

Þættirnir heita „Að Vestan“ og fyrsti þátturinn í nýrri seríu var frumsýndur í kvöld.

Í innslaginu hér fyrir neðan ræðir Hlédís Sveinsdóttir um þættina „Að Vestan“ við þáttastjórnanda á N4 á Akureyri.

Hún segir m.a. frá skemmtilegum atvikum sem hafa átt sér stað í vinnslu þáttanna sem eru orðnir alls 62.