Jón Gísli og Ísak Bergmann í U19 ára landsliði Íslands í undankeppni EM


Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður ÍA og Ísak Bergmann Jóhannesson leikmaður Norrköping í Svíþjóð eru í U-19 ára landsliðshóp Íslands sem tekur þátt í undankeppni EM 2020.

Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, væri án efa í þessum hópi líka en hann getur ekki tekið þátt vegna meiðsla.

Þorvaldur Örlygsson, fyrrum þjálfari mfl. karla hjá ÍA er landsliðsþjálfari U-19 ára landsliðsins. Leikirnir í undankeppninni fara fram í Belgíu dagana 13.-20. nóvember.

Ísland er í riðli með Belgíu, Grikklandi og Albaníu.