Sigurganga 10. flokks í körfunni heldur áfram


Körfuboltastrákarnir úr 10. flokki ÍA halda áfram að gera góða hluti á Íslandsmótinu 2019-2020. Um síðustu helgi lék ÍA gegn Þór á Akureyri., lokatölur 73-65 fyrir ÍA.

Skagamenn hafa nú sigrað í öllum fjórum leikjum sínum á Íslandsmótinu í 10. flokk en í liðinu eru leikmenn sem eru á síðasta ári í grunnskóla eða yngri.

Næsti leikur hjá ÍA er á heimavelli n.k. miðvikudag gegn Breiðabliki úr Kópavogi.

Það verður spennandi verkefni og stóra spurningin er hvort ÍA haldi áfram á sigurbraut.

Úr leik 10. flokks. Mynd/Jónas
Úr leik 10. flokks. Mynd/Jónas
Úr leik 10. flokks. Mynd/Jónas
Úr leik 10. flokks. Mynd/Jónas