Akrasel fékk viðurkenningu fyrir sjálfbærni, moltugerð og endurvinnslustefnu


Leikskólinn Akrasel fékk í dag Umhverfisviðurkenningu Akraneskaupstaðar í flokknum Samfélagsverðlaun.

Athöfnin fór fram í Bókasafni Akraness. þar sem að fjölmörg verðlaun voru afhent með formlegum hætti.

Á Akraseli hefur verið unnið eftir markmiðum Sameinuðu þjóðanna í endurvinnslustefnu, moltugerð og vinnu með sjálfbærni markmið.

Böðvar Guðmundsson bakari, Valborg Jónsdóttir leikskólakennari eru fulltrúar umhverfisnefndar Akrasels og Lovísa Hrund Ásgeirsdóttir nemandi í Akraseli. Þau tóku á móti viðurkenningunni ásamt leikskólastjóranum sem heitir Anney Ágústsdóttir.

Dómnefndina skipuðu þau Helena Guttormsdóttir lektor LbhÍ, Sindri Birgisson umhverfisstjóri og Ása Katrín Bjarnadóttir Bs. nemi í umhverfisskipulagi.

Nefndin fór í vettvangsferðir í lok sumars/byrjun hausts og tóku út tilnefningar.

Þau unnu m.a. með fagurfræði, fjölbreytileika, samtal við almenningsrými, og vöktu í víðum skilningi athygli á atriðum sem skipta uppbyggingu og framtíð bæjarins máli.

Böðvar Guðmundsson bakari, Valborg Jónsdóttir leikskólakennari eru fulltrúar umhverfisnefndar Akrasels og Lovísa Hrund Ásgeirsdóttir nemandi í Akraseli. Þau tóku á móti viðurkenningunni ásamt leikskólastjóranum sem heitir Anney Ágústsdóttir.