„Skemmtilegur tími framundan á Laxárbakka á Aðventuhlaðborðinu“

Kynningarefni:

Hótel Laxárbakki er við Laxá í Leirársveit og er aðeins í um 10 mín akstursfjarlægð frá Akranesi. Framundan er skemmtilegur tími á Laxárbakka þar sem að boðið verður upp á Aðventuhlaðborð á Aðventukvöldum hótelsins.

Brynjar S. Sigurðarson tók við rekstri Hótel Laxárbakka ásamt eiginkonu sinni, Heklu Gunnarsdóttur um mitt sumar árið 2017. Brynjar segir að Aðventukvöldin og Aðventuhlaðborðið hafi vakið töluverða athygli og hópar víðsvegar af landinu hafi komið til að njóta lífsins á Laxárbakka.

„Aðventukvöldin þar sem við bjóðum upp á okkar Aðventuhlaðborð eru mjög skemmtileg að mínu mati. Þá fáum við að bera fram allt sem okkur finnst gott, villibráð sem við hanterum sjálf og jafnvel veiðum. Við leggjum mikið upp úr forréttunum en höfum aðalréttina léttari, þ.e. kalkún og pörusteik og svo er að sjálfsögðu gómsætir eftirréttir. Það eru mest hópar héðan úr Hvalfjarðarsveit og Akranesi sem hafa komið á Aðventukvöldin. Við höfum einnig fengið hópa úr Reykjavík, Borgarnesi og frá Snæfellsnesi.“

Skagamenn eru að sögn Brynjars að standa sig vel í að heimsækja Laxárbakka.

„Við erum með góðan hóp Skagamanna sem eru duglegir að koma hingað, fá sér bíltúr, og fá sér kaffi og vöfflur. Það er mikið af útivistarfólki að koma til okkar. Þar eru á ferð hópar sem hafa verið að ganga á fjöll eða hjóla í næsta nágrenni. Flestir fá sér kjötsúpuna okkar og einn öl með.

Að mínu mati er þetta svæði hérna við Laxárbakka frábært fyrir Skagamenn og aðra til að koma í sveitina, gista og njóta náttúrunar. Við erum stutt frá Akranesi en það hafa allir gott af því að breyta aðeins um umhverfi og hlaða rafhlöðuna,“ bætir Brynjar við að lokum og bendir áhugasömum á að enn eru laus pláss þann 30. nóvember og 6. desember á Aðventuhlaðborðið hjá Hótel Laxárbakka en uppselt er þann 7. desember.

Pantanir í síma 551 2783 eða á netfanginu [email protected]