Eins og fram hefur komið á skagafrettir.is mætti gríðarlegur fjöldi grunnskólanemenda af öllu Vesturlandi á Tæknimessu sem fram fór í Fjölbrautaskóla Vesturlands á dögunum.
Fjallað var um Tæknimessuna í sjónvarpsþættinum „Að Vestan“ á sjónvarpsstöðinni N4 og má sjá innslagið hér fyrir neðan.
Á Tæknimessunni fór fram kynning hjá FVA á iðnámsbrautum skólans. Þar að auki kynntu öflug iðn – og hátæknifyrirtæki á Vesturlandi starfssemi sína.
Hlédís Sveinsdóttir ræðir m.a. við Pál Brynjarsson, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Og fjölmörg Skagaandlit koma við sögu í þessari heimsókn.