Þóra og Helgi verðlaunuð fyrir fallega einbýlislóð við Brekkubraut 25


Þóra Þórðardóttir og Helgi Helgason fengu í dag viðurkenningu fyrir einbýlishúsalóð sína við Brekkbraut 25. Umhverfisviðurkenningar Akraneskaupstaðar voru afhentar í dag í Bókasafni Akraness og fengu Þóra og Helgi viðurkenningu í flokkinum „Falleg einbýlislóð.“

Rósa tók við viðurkenningunni í dag við athöfn sem Ragnar B. Sæmundsson bæjarfulltrúi stýrði ásamt Sindra Birgissyni umhverfisstjóra.

Dómnefndina skipuðu þau Helena Guttormsdóttir lektor LbhÍ, Sindri Birgisson umhverfisstjóri og Ása Katrín Bjarnadóttir Bs. nemi í umhverfisskipulagi

Nefndin fór í vettvangsferðir í lok sumars/byrjun hausts og tóku út tilnefningar. Þau unnu m.a. með fagurfræði, fjölbreytileika, samtal við almenningsrými, og vöktu í víðum skilningi athygli á atriðum sem skipta uppbyggingu og framtíð bæjarins máli.

Í mati nefndarinnar segir m.a.

„Einbýlishúsalóðin við Brekkubraut 25, er ekki stór, einföld en formföst.
Aðkoman er opin í mannlegum skala og góðu samræmi við stærð hússins. Sá sem heimsækir garðinn er leiddur áfram eftir stiklum og fjölbreyttum lágróðri og runnum að bakgarðinum, þar sem hefur verið komið fyrir safni gróður kassa með einkar smekklegum hætti. Kassarnir sjálfir skapa rýmismyndun garðsins og í þeim og gróðurhúsi er stunduð afar fjölbreytt ræktun grænmetis og kryddjurta.

Þá er fjöldi ávaxtatrjáa við skjólvegg sem liggur að lóðamörkum baka til. Dvalarsvæði er afmarkað frá ræktunarsvæði en einnig á opin hátt. Með auðveldu aðgengi, góðri hönnun og fjölbreyttri ræktun vinna eigendur í anda Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.“
Garðurinn og nýting hans er gott fordæmi hvernig fagurfræði, nýting dvalarsvæða og matvælaframleiðsla geta farið saman.“

Þóra Þórðardóttir.