HEIMA-SKAGI 2019 – Svona var stemningin – myndband

Í myndbandinu hér fyrir neðan eru ýmsar klippur frá HEIMA-SKAGA tónlistarhátíðinni á Akranesi 2019.

Tónlistarhátíðin vakti mikla athygli, uppselt var á viðburðinn, og gestir skemmtu sér vel í veðurblíðunni á Akranesi föstudagskvöldið 1. nóvember.

Ragnheiður Gröndal, Högni, Jónas Sig, Friðrik Dór og Valgeir Guðjónsson koma við sögu í myndbandinu. Úlfur var líka á svæðinu en þvi miður tókst okkur ekki að vera á þeim HEIMA-tónleikum.

Myndefnið er tekið upp á farsíma og hljóðgæðin gætu því verið misjöfn.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/11/02/myndasyrpa-heima-skagi-2019-slo-i-gegn/