Aníta og Eva María sömdu á ný við ÍA


Aníta Ólafsdóttir og Eva María Jónsdóttir eru klárar í slaginn með kvennaliði ÍA í Inkassodeildinni 2020.

Þær skrifuðu báðar nýverið undir samning við ÍA og eru samningar þeirra til tveggja ára eða út árið 2021.

Eva María er fædd árið 1999 og hefur spilað 44 deildar- og bikarleiki með ÍA og skorað í þeim sex mörk.

Aníta er markvörður, fædd árið 2003, og hefur spilað 11 deildarleiki með ÍA. Hún á að baki landsleiki með U16 og U17 ára landsliðum Íslands.

Aníta og Eva María léku báðar stórt hlutverk með liði ÍA á síðustu leiktíð. ÍA bjargaði sér frá falli á lokakafla Íslandsmótsins en liðið er mjög ungt og á framtíðina fyrir sér.