Góðir klifurgestir mættu á Hrekkjavökumót ÍA og Smiðjuloftsins


Það var líf og fjör á Smiðjuloftinu um s.l. helgi þar sem að árlegt Hrekkjavökumót ÍA fór þar fram.

Hátt í 60 klifrarar á aldrinum 4-13 ára tóku þátt og góðir gestir mættu í heimsókn. Hópur klifrara frá Reykjavík mætti á svæðið ásamt félögum í nýstofnaðri klifurdeild Ungmennafélags Laugdæla á Laugarvatni.

Á föstudagskvöldið klifruðu flokkar D og C. Í flokki D sigraði Þórkatla Þyrí Sturludóttir frá Klifurfélagi ÍA með miklum yfirburðum, og í strákaflokki sigraði Tjaldur Wilhelm Norðfjörð frá Klifurfélagi Reykjavíkur.

Í C flokki urðu þau Rúnar Sigurðsson, Klifurfélagi ÍA, og Hekla Petronella Ágústdóttir, Klifurfélagi Reykjavíkur, hlutskörpust eftir spennandi og jafna keppni.

Á laugardagsmorgninum mættu yngstu hópar ÍA til klifurs og sýndu flott klifur fyrir vini og vandamenn.