Sjö keppendur frá ÍA á Íslandsmótinu í sundi í 25 metra laug


Sjö keppendur frá Sundfélagi Akraness, ÍA, taka þátt á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem fram fer um næstu helgi. Íslandsmótið fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Keppnin hefst á föstudag og lýkur á sunnudag.

Eins og áður segir eru sjö keppendur frá ÍA en samt sem áður náðu níu keppendur frá ÍA lágmörkum fyrir Íslandsmótið. Bræðurnir Erlend – og Kristján Magnússynir eru báðir meiddir og geta því ekki tekið þátt.

Sundfólkið úr ÍA hefur æft vel í haust við mismunandi aðstæður í allskonar veðri í Jaðarsbakkalaug.

Undanrásir hefjast kl. 09.30 á föstudag og úrslitasund kl. 16.30 alla dagana.

Forsvarsmenn Sundfélags Akraness, ÍA, skora á alla þá sem hafa áhuga að mæta í Ásvallalaug og styðja við bakið á keppendum ÍA.

Eftirtaldir keppendur frá ÍA taka þátt:

Brynhildur Traustadóttir, Ragnheiður Karen Ólafsdóttir, Ingibjörg Svava Magnúsardóttir, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Atli Vikar Ingimundarsson, Sindri Andreas Bjarnasson og Enrique Snær Llorens.