Akurey AK 10 í aðalhlutverki í nýju fræðslumyndbandi Landhelgisgæslunnar


Skagamaðurinn Eiríkur Jónsson er skipstjóri á ísfisktogaranum Akurey AK 10. Skipið var smíðað í Tyrklandi og kom það til Íslands árið 2016.

Áhöfnin á Akurey AK 10 er þaulæfð þegar kemur að því að nýta sér þjónustu Landhelgisgæslunnar.

Nýverið fór fram æfing þar sem að þyrluáhöfnin á TF – GRO frá Landhelgisgæslunni æfði réttu handtökin þegar móttaka á þyrlu á sjó er annarsvegar. Á sama tíma var unnið að tökum á myndbandi sem notað verður sem kynningar – og fræðsluefni á þessu sviði. Myndbandið er hér fyrir neðan.

Akurey AK 10 er eitt fullkomnasta fiskiskip Íslands. Eiríkur Jónsson skipstjóri sagði við komu skipsins þegar því var gefið nafn að Akurey AK 10 væri algjör snilld.

„Skipið fer svo mjúkt í öld­una, eng­in högg eins og maður á að venj­ast,“ sagði Ei­rík­ur. Hann sagði hreyf­ing­ar tog­ar­ans vera mjög mjúk­ar. Hægt er að stilla skipið mikið af upp á gang og annað með því að dæla á milli tanka.