Skagamennirnir og bræðurnir Hákon Ingi – og Páll Sindri Einarssynir eru samrýmdir þegar kemur að því að velja sér fótboltafélag.
Þeir sömdu nýverið við Kórdrengina sem leika í 2. deild á næsta tímabili. Þar mæta þeir fyrrum félögum sínum úr liði Kára sem leika í sömu deild.
Hákon Ingi og Páll Sindri léku báðir með liði Vestra í 2. deildinni á síðustu leiktíð. Liðið fór upp í Inkasso-deildina en Páll Sindri varð að hætta að leika með liðinu um mitt tímabil vegna handleggsbrots. Hákon Ingi lék stórt hlutverk með liði Vestra sem hægri bakvörður.
Kórdrengir hafa verið á mikilli siglingu undanfarin misseri og samkvæmt yfirlýsingum félagsins er planið að fara beint upp í Inkasso-deildina eða 1. deuld karla á næsta tímabili.