Ríkharður er eini Skagamaðurinn í Heiðurshöll ÍSÍ 

Knattspyrnukappinn Rík­h­arður Jóns­son er eini Skagamaðurinn sem hefur fengið þann heiður að vera tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ. Ríkharður og handknattleikskonan Sig­ríður Sig­urðardótt­ir voru tek­in inn í Heiðurs­höll ÍSÍ árið 2015.

Nánar um Heiðurshöll ÍSÍ. 

Rík­h­arður er einn fremsti knatt­spyrnumaður Íslands frá upp­hafi en hann lék 33 lands­leiki og skoraði í þeim 17 mörk. Auk þess varð hann Íslands­meist­ari sex sinn­um með ÍA en hann lék 185 leiki með Skaga­mönn­um og skoraði í þeim 139 mörk.

Ríkharður lést þann 14. febrúar 2017 en hann var fæddur þann 12. nóvember árið 1929. Ríkharður hefði því fagnað 90 ára afmæli sínu í dag. 

Sig­ríður var kjör­in íþróttamaður árs­ins 1964, fyrst kvenna. Sig­ríður var ein fremsta hand­knatt­leiks­kona Íslands og var fyr­irliði landsliðsins sem varð Norður­landa­meist­ari árið 1964.

Í tilefni 100 ára afmælis ÍSÍ samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ að setja á stofn Heiðurshöll ÍSÍ.

Heiðurshöll ÍSÍ er óáþreifanleg höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands, í ætt við „Hall of Fame“ á erlendri grundu.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ útnefnir einstaklinga í Heiðurshöll ÍSÍ eftir reglugerð þar að lútandi og er Heiðursráð ÍSÍ ráðgefandi aðili varðandi tilnefningar.

Með þessu verkefni vildi ÍSÍ skapa vettvang til að setja á frekari stall okkar framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum.

Sá fyrsti sem komst í Heiðurshöllina var Vil­hjálm­ur Ein­ars­son en auk hans eru þar: Bjarni Friðriks­son, Vala Flosa­dótt­ir, Sig­ur­jón Pét­urs­son, Jó­hann­es Jós­efs­son, Al­bert Guðmunds­son, Krist­ín Rós Há­kon­ar­dótt­ir, Ásgeir Sig­ur­vins­son, Pét­ur Guðmunds­son, Gunn­ar Huse­by, Torfi Bryn­geirs­son, Guðmundur Gíslason, Geir Hallsteinsson, Jón Kaldal, Skúli Óskarsson og Hreinn Halldórsson. 

 

Ríkharður Jónsson fór fremstur í flokki við vígslu Akraneshallarinnar.
Ríkharður Jónsson fór fremstur í flokki við vígslu Akraneshallarinnar.
Eitt af frábærum liðum ÍA á árum áður og þjálfari þess var Ríkharður Jónsson.
Eitt af frábærum liðum ÍA á árum áður og þjálfari þess var Ríkharður Jónsson.