Sundfólk á öllum aldri úr röðum ÍA náði góðum árangri á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem fram fór um s.l. helgi í Ásvallalaug.
Hinn þaulreyndi Ágúst Júlíusson fagnaði Íslandsmeistaratitli og hin þrælefnilega Brynhildur Traustadóttir kom með fjögur silfurverðlaun upp á Skaga.

Alls tóku átta keppendur frá ÍA þátt og bættu þau árangur sinn í 38 greinum og ÍA var með 20 keppendur í úrslitasundum.
Ágúst hefur haft í mörg horn að líta að undanförnu en hann hefur lagt meiri áherslu á CrossFit Ægi en sundíþróttina – samhliða föðurhlutverkinu. Ágúst kom fyrstur í mark í 50 metra flugsundi á 24,54 sek sem er aðeins 0,03 sek frá besta árangri hans
Brynhildur, silfurdrottningin, varð önnur í 400 m. skriðsundi, 200 m. skriðsundi, 800 m. skriðsundi og 1.500 m. skriðsundi. Hún bætti árangur sinn í flestum greinum. Brynhildur synti undir einni mínútu í boðsundi , 59,87 sek. og er þetta í fyrsta sinn sem hún fer undir 60 sek. múrinn í 100 metra sundi.
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Ragnheiður Karen Ólafsdóttir, Ingibjörg Svava Magnúsardóttir, Enrique Snær Llorens, Sindri Andreas Bjarnasson og Atli Vikar Ingimundarsson náðu öll flottum árangri á ÍM25.
Úrslit helgarinnar hjá sundfélagi Akranes urðu þessi :
- sæti: Ágúst Júliússon 50m flugsund
- sæti: Brynhildur Traustadóttir 200, 400, 800 og 1500m skriðsund
- sæti: Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir 50 og 100m bringusund
- sæti:
Sindri Andreas Bjarnasson 50m skriðsund
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 50m bringusund og 100 fjórsund
4×200 skriðsund stelpur (Brynhildur, Ingibjörg, Bjartey, Ragnheiður) 4×100 fjórsund stelpur (Bjartey,Brynhildur, Ragnheiður, Ingibjörg)
4×50 skriðsund strákar (Sindri Andreas, Ágúst, Einar Margeir, Atli Vikar)
4×50 skriðsund blandað (Atli Vikar, Sindri Andreas, Brynhildur, Bjartey) - sæti.
Enqriue Snær Llorens 400m skriðsund
Sindri Andreas Bjarnasson 200 skriðsund
Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir 100 fjórsund
Atli Vikar Ingimundarsson 100m flugsund
Ingibjörg Svava Magnúsardóttir 1500m skriðsund
4×50 skriðsund stelpur (Bjartey, Brynhildur, Ingibjörg, Ragnheiður)
4×100 skriðsund stelpur (Brynhildur, Ragnheiður, Bjartey, Ingibjörg) - sæti
Enrique Snær Llorens 1500m skriðsund og 200m flugsund
Sindri Andreas Bjarnasson 50m baksund og 400m skriðsund
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 200m bringusund
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 100m bringusund
4×200 skriðsund strákar (Enrique, Atli Vikar, Sindri Andreas, Guðbjarni) - sæti
4×100 skriðsund strákar (Atli Vikar, Sindri Andreas, Guðbjarni, Enrique)
4×100 fjórsund strákar (Atli Vikar, Sindri Andreas, Ágúst, Einar Margeir)
4×50 fjórsund blandað (Sindri Andreas, Ragnheiður Karen, Atli Vikar, Brynhildur)