Ágúst með gull og Brynhildur með fjögur silfurverðlaun fyrir ÍA á ÍM25


Sundfólk á öllum aldri úr röðum ÍA náði góðum árangri á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem fram fór um s.l. helgi í Ásvallalaug.

Hinn þaulreyndi Ágúst Júlíusson fagnaði Íslandsmeistaratitli og hin þrælefnilega Brynhildur Traustadóttir kom með fjögur silfurverðlaun upp á Skaga.

Alls tóku átta keppendur frá ÍA þátt og bættu þau árangur sinn í 38 greinum og ÍA var með 20 keppendur í úrslitasundum.

Ágúst hefur haft í mörg horn að líta að undanförnu en hann hefur lagt meiri áherslu á CrossFit Ægi en sundíþróttina – samhliða föðurhlutverkinu. Ágúst kom fyrstur í mark í 50 metra flugsundi á 24,54 sek sem er aðeins 0,03 sek frá besta árangri hans

Brynhildur, silfurdrottningin, varð önnur í 400 m. skriðsundi, 200 m. skriðsundi, 800 m. skriðsundi og 1.500 m. skriðsundi. Hún bætti árangur sinn í flestum greinum. Brynhildur synti undir einni mínútu í boðsundi , 59,87 sek. og er þetta í fyrsta sinn sem hún fer undir 60 sek. múrinn í 100 metra sundi.

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Ragnheiður Karen Ólafsdóttir, Ingibjörg Svava Magnúsardóttir, Enrique Snær Llorens, Sindri Andreas Bjarnasson og Atli Vikar Ingimundarsson náðu öll flottum árangri á ÍM25.

Úrslit helgarinnar hjá sundfélagi Akranes urðu þessi :

 1. sæti: Ágúst Júliússon 50m flugsund
 2. sæti: Brynhildur Traustadóttir 200, 400, 800 og 1500m skriðsund
 3. sæti: Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir 50 og 100m bringusund
 4. sæti:
  Sindri Andreas Bjarnasson 50m skriðsund
  Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 50m bringusund og 100 fjórsund
  4×200 skriðsund stelpur (Brynhildur, Ingibjörg, Bjartey, Ragnheiður) 4×100 fjórsund stelpur (Bjartey,Brynhildur, Ragnheiður, Ingibjörg)
  4×50 skriðsund strákar (Sindri Andreas, Ágúst, Einar Margeir, Atli Vikar)
  4×50 skriðsund blandað (Atli Vikar, Sindri Andreas, Brynhildur, Bjartey)
 5. sæti.
  Enqriue Snær Llorens 400m skriðsund
  Sindri Andreas Bjarnasson 200 skriðsund
  Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir 100 fjórsund
  Atli Vikar Ingimundarsson 100m flugsund
  Ingibjörg Svava Magnúsardóttir 1500m skriðsund
  4×50 skriðsund stelpur (Bjartey, Brynhildur, Ingibjörg, Ragnheiður)
  4×100 skriðsund stelpur (Brynhildur, Ragnheiður, Bjartey, Ingibjörg)
 6. sæti
  Enrique Snær Llorens 1500m skriðsund og 200m flugsund
  Sindri Andreas Bjarnasson 50m baksund og 400m skriðsund
  Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 200m bringusund
  Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 100m bringusund
  4×200 skriðsund strákar (Enrique, Atli Vikar, Sindri Andreas, Guðbjarni)
 7. sæti
  4×100 skriðsund strákar (Atli Vikar, Sindri Andreas, Guðbjarni, Enrique)
  4×100 fjórsund strákar (Atli Vikar, Sindri Andreas, Ágúst, Einar Margeir)
  4×50 fjórsund blandað (Sindri Andreas, Ragnheiður Karen, Atli Vikar, Brynhildur)