Myndirnar frá Tomasz gleðja Skagamenn nær og fjær


„Ég hef á undanförnum þremur árum búið á Akranesi þar sem ég starfa hjá hátæknifyrirtækinu Skaginn 3X. Ég starfa sem lasersérfræðingur og áhugamálið mitt er ljósmyndun,“ segir Tomasz Wisła við skagafrettir.is.

Tomasz, sem er 49 ára gamall og fæddur í Póllandi, er einn af fjölmörgum íbúum á Akranesi sem tekur ljósmyndir sér til skemmtunar. Margar af þeim myndum hefur hann birt á fésbókarsíðu um slík áhugamál á Akranesi.

„Ég reyni að nýta þann frítíma sem ég á til þess að taka myndir. Það er mín aðferð til þess að hvílast. Þetta er áhugamál sem ég elska. Í raun hef ég bara tekið myndir fyrir sjálfan mig og ef einhverjum öðrum líkar við þær þá er það tvöföld ánægja,“ bætir Tomasz í samtali við skagafrettir.is.

Tomasz Wisła

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum sem Thomasz hefur birt á ljósmyndavefnum Akranes ljósmyndir.