Spennandi starf auglýst til umsóknar hjá Akraneskirkju


Akraneskirkja leitar að lykilaðila til þess að sinna starfi skrifstofustjóra.

Þetta kemur fram í starfsauglýsingu á vef Capacent.

Skrifstofustjóri er leiðandi í þjónustu við sóknina og hefur yfirumsjón með færslu bókhalds, innkaupum, uppgjörum og öðrum fjármálatengdum verkefnum auk þess að vera helsti tengiliður vegna útfararþjónustu kirkjunnar. Starfið krefst mikilla samskipta og ríkrar þjónustulundar.

Í boði er spennandi starf í gefandi umhverfi þar sem þjónusta við fólk á mikilvægum stundum í lífi þess er kjarninn í starfinu.

Smelltu hér eða á myndina hér fyrir neðan fyrir nánari upplýsingar.