Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis fer fram þriðjudaginn 3. desember í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Leynis.
Hefðbundinn aðalfundarstörf samkvæmt 8. gr. laga Golfklúbbsins Leynis.
Aðalfundurinn hefst kl. 19:30 og fer fram eins og áður segir fram þriðjudaginn 3. desember 2019.
Þetta er í fyrsta sinn sem aðalfundur Leynis fer fram í nýju Frístundamiðstöðinni.
Það er því nóg pláss fyrir félagsmenn og gesti á nýja fundarstaðnum.