Kylfingar úr Leyni vilja að bíllinn þinn sé hreinn um jólin

Ungir kylfingar úr Golfklúbbnum Leyni hafa á undanförnum misserum verið með fjáröflun sem hefur glatt Skagamenn nær og fjær.

Hópurinn er að safna sér fyrir æfingaferð sem farin verður í lok mars á næsta ári og er stefnt að því að um 20 iðkendur fari í ferðina.

Fjáröflunin hefur gengið vel á undanförnum árum og ungu kylfingarnir vonast eftir góðum undirtektum frá Skagamönnum nær og fjær.

Fjáröflunin gengur út á alþrif og bón á bílum.

Þar munu iðkendur og forráðamenn þeirra standa vaktina helgarnar
30. nóvember – 1. desember, og 7.-8. desember.

Pantanir fara fram í síma 854-2559 eða á netfanginu [email protected]

Að venju er verðinu stillt í hóf og verkefnið er unnið í samstarfi við Bílver sem lánar húsnæði sitt undir þetta verkefni – líkt og undanfarin ár.