Arnór og Ísak Bergmann efstir á lista í tölvuleiknum Football Manager 2020


Skagamennirnir Arnór Sigurðsson og Ísak Bergmann Jóhannesson eru efstir á lista yfir efnilegustu íslensku leikmennina í tölvuleiknum Football Manager 2020. Þetta kemur fram á vefsíðunni Íslendingavaktin og fotbolti.net greinir frá.

Tölvuleikurinn hefur notið gríðarlegra vinsælda í mörg ár. Leikurinn gengur út á það sá sem spilar setur sig í spor knattspyrnustjóra í hörðum heimi atvinnumennskunnar á alþjóðlegu sviði. Eins og áður segir er leikurinn einn sá allra vinsælasti frá upphafi.

Á listanum yfir helstu vonarstjörnur heimsins í Football Manager 2020 eru Arnór Sigurðsson og Ísak Bergmann Jóhannesson efstir af íslenskum leikmönnum sem eru fæddir eftir árið 1998.

Arnór leikur með rússneska liðinu CSKA í Moskvu og Ísak Bergmann leikur með Norrköping í Svíþjóð.

Smelltu hér til að sjá listann í heild sinni.