Þetta verður sannkölluð hátíðarstund í upphafi aðventu í Vinaminni laugardaginn 30. nóvember kl. 14:00.
Dimitri Þór Ashkenazy klarínettuleikari, Þóra Einarsdóttir sópransöngkona og Tómas Guðni Eggertsson píanóleikari flytja fjölbreytta dagskrá.
Þeim til fulltingis verður Kór Akraneskirkju undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.
Á tónleikunum m.a. má hlýða á tónlist eftir Franz Schubert, J. S. Bach, Leonard Bernstein og Wolfgang Amadeus Mozart.
Dimitry er frábær klarínettuleikari og er kominn hingað til lands til að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það var því tilvalið að koma við á Akranesi og halda tónleika.
Þóra Einarsdóttir hefur hlotið fjölda viðurkenninga og unnið til verðlauna á ferli sínum. Hún var valin söngkona ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2016, fyrir túlkun sína á Luonnotar eftir Sibelius undir stjórn Vladimir Ashkenazy og einnig árið 2017 fyrir frammistöðu sína sem Tatiana í Evgení Ónegin hjá Íslensku Óperunni.
Tómas Guðni er organisti í Seljakirkju en einnig frábær píanóleikari og hefur getið sér gott orð í íslenskum tónlistarheimi.
Miðaverð er kr. 3.000. Miðasala fer fram á tix.is,
Einnig er hægt að nálgast miða í forsölu í Vinaminni, föstudaginn 29. nóvember, milli kl. 10 og 16.
Eins og áður segir, þetta verður sannkölluð hátíðarstund í upphafi aðventu.