Sjáðu helstu atvikin úr leik ÍA/Kára/Skallagríms gegn Derby County


Eins og fram kom í gær á skagafrettir.is er Evrópuævintýri ÍA/Kára/Skallagríms í Unglingadeild UEFA er á enda.

Íslandsmeistaraliðið í 2. flokki karla tapaði 4-1 á útivelli í síðari leiknum gegn Derby County.

Englandsmeistaraliði í flokki 18 ára og yngri sigraði samanlagt 6-2.

Þetta er í fyrsta sinn sem ÍA/Kár/Skallagrímur leikur í þessari keppni. Og þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið kemst í gegnum 1. umferðina.

Hér má sjá helstu atvikin úr leiknum í gær á Englandi og þar á meðal markið sem Sigurður Hrannar Þorsteinsson skoraði.

Breiðablik og KR eru einu liðin frá Íslandi sem hafa leikið áður í þessari keppni. Bæði liðin féllu úr leik í 1. umferð, KR í fyrra og Breiðablik árið 2017.

Árangurinn er því í sögulegu samhengi góður hjá liði ÍA/Kára/Skallagríms.

ÍA/Kári/Skallagrímur verður með í þessari keppni á næsta ári eða haustið 2020. Þar sem liðið varði Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki á þessu tímabili.