Höfði fær rekstrarheimild fyrir fjórum hjúkrunarrýmum


Dvalarheimilið Höfði fær varanlega rekstrarheimild fyrir fjór­um hjúkr­un­ar­rým­um sem þar hafa verið rek­in tíma­bundið sem biðrými fyr­ir Land­spít­al­ann. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórn­ar­ráðsins.

Þar seg­ir að biðrým­in fjög­ur á Höfða hafi verið opnuð árið 2017 og séu ætluð fólki með gilt færni­mat sem til­búið sé til út­skrif­ar af Land­spít­ala en bíði eft­ir var­an­legri bú­setu á hjúkr­un­ar­heim­ili.

Reiknað hafi verið með tíma­bundn­um rekstri rýmanna fram að opn­un nýs 99 rýma hjúkr­un­ar­heim­il­is við Sléttu­veg í vor.

Stjórn­end­ur Höfða og bæj­ar­stjórn Akra­nes­kaupstaðar hafi farið þess á leit við ráðuneytið að heim­ila að rým­in fjög­ur verði hluti af al­menn­um rekstri Höfða, enda aðstaða og mönn­un fyr­ir hendi. Al­menn­um hjúkr­un­ar­rým­um á Höfða fjölgi þar með úr 65 í 69 þegar samn­ing­ur um rekst­ur biðrýmanna renni út í mars á næsta ári.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/09/oanaegja-hja-baejarstjorn-med-akvordun-radherra-um-hjukrunarrymi-a-hofda/
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/03/01/baejarstjorn-og-stjorn-hofda-motmaela-akvordun-heilbrigdisradherra/