Það er alltaf mikið um að vera á Smiðjuloftinu á Akranesi hjá þeim Þórði Sævarssyni og Valgerði Jónsdóttur.
Í desember verður boðið upp á ýmsa valkosti til að upplifa jólastemninguna með öðrum hætti en venjulega. Þar má nefna jóla- og fjölskyldutíma, og einnig er hægt að óska eftir sérhannaðri dagskrá fyrir vinnustaði eða vina – og fjölskylduhópa.
Valgerður Jónsdóttir hjá Smiðjuloftinu segir að markmiðið sé að búa til jólastemningu þar sem að gestir geti átt notanlega stund saman í desember og um jólin.
Hér hjá okkur á Smiðjuloftinu er margt hægt að gera á sama tíma, klifra, syngja jólasöngva, fara í leiki, mála piparkökur, föndra og eiginlega hvað sem okkur dettur í hug. Við getum boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir hópinn þinn svo endilega hafið samband fyrir verð og útfærslu. Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum og viljum gjarnan heyra frá þeim sem hafa áhuga.,“ segir Valgerður í samtali við skagafrettir.is.