Gulrótartertan, sem sögð er sú allra besta á landinu ef marka má dóma á matarbloggi mbl.is , kemur frá Akranesi.
Þar segir einfaldlega. „Við fullvissum lesendur um að eftir að hafa smakkað kökurnar hennar verður ekki aftur snúið.“
Uppskriftin kemur úr smiðju Kaju eða Karenar Jónsdóttur sem er konan á bak við Kaja Organics, Matbúr Kaju og Kaffi Kaju hér á Akranesi.
„Þessi gulrótarterta er stútfull af næringu og virkilega góð. Hér er uppskrift að gulrótartertu sem er svo bragðgóð að það er leitun að öðru eins.“